Gjaldþrota stefna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Fjölmiðlar Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar