Gjaldþrota stefna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 10:00 Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Fjölmiðlar Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kastljós er mikilvægur umræðuþáttur þar sem stóru þjóðmálin eru oft tekin fyrir og viðmælendur geta yfirleitt búist við að vera spurðir gagnrýninna spurninga þegar þeir standa fyrir máli sínu. Það var því mjög miður að Kastljós skyldi bjóða forstjóra Landsvirkjunar í þáttinn í síðustu viku til þess eins að taka við hann gagnrýnislaust drottningaviðtal, þar sem hann fékk nánast mótbárulaust að útlista þeirri sýn sinni að fórna eigi íslenskri náttúru án þess þó að útskýra með skýrum hætti hver ávinningurinn á að vera. Sérstaka athygli vakti að sami fréttamaður var í hlutverki spyrilsins og gekk ekki fyrir svo löngu hart ekki bara að sóttvarnarlækni heldur líka forstjóra Landspítala þegar þeim var boðið í Kastljós. Munurinn á þeim viðtölum og silkihanskameðferðinni á forstjóra Landsvirkjunar var sláandi. Nú þegar selja íslenskir orkuframleiðendur 80 prósent raforkunnar, sem hér er framleidd á kolefnishlutlausan, hátt til stóriðju. Öll önnur starfsemi, heimili stofnanir, samtök og svo framvegis, nota minna en 20 prósent raforkunnar. Að auka þessa raforkuframleiðslu mun ekki draga úr kolefnisspori Íslendinga, og það sem meira er, reynslan sýnir okkur að engar vísbendingar eru um að hún dragi sérstaklega úr kolefnisspori á heimsvísu. Eitt stærsta mál okkar tíma eru umhverfismálin og hvernig við samþættum góða umgengni og virðingu fyrir náttúrunni áframhaldandi hagsæld og velferð. Margir vilja grípa til skyndilausna á því sviði og skylda fjölmiðla til þess að rýna þær og afhjúpa galla þeirra er rík. Stóra verkefni Íslands er að nýta alla þessa gríðarlegu raforkuframleiðslu með skynsamlegri hætti. Þegar kísilverið á Bakka var gangsett fékk það heimildir til að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið sem auka losun Íslands um 8 prósent ári. Beinn kostanaður ríkissjóðs af Bakka hefur verið metinn upp á 4,2 milljarða króna. Tap íslenskra lífeyrissjóða og banka af Bakka stendur í 11,6 milljörðum. Þetta er gjaldþrota stefna. Flest eru sammála um að íslensk náttúra er mjög verðmæt og einstök. Verndun náttúrunnar er almennt séð góð loftslagsaðgerð, skapar störf og verndar lýðheilsu Forsvarsfólk Kastljóss er hvatt til þess að annað hvort hleypa ekki einhliða umræðu, sem drifin er af þröngum hagsmunum, að í þættinum eða að kynna sér málefnin til hlítar þannig að þáttastjórnendur geti spurt gagnrýnna spurninga. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar