Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 14:29 Um þúsund þjóðarleiðtogar og viðskiptajöfrar flugu með einkaþotum til Skotlands þar sem loftslagsráðstefnan COP26 fer nú fram. George Rose/Getty Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest. COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest.
COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42