Fjögur hundruð einkaflugvélar til Skotlands vegna loftslagsráðstefnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 14:29 Um þúsund þjóðarleiðtogar og viðskiptajöfrar flugu með einkaþotum til Skotlands þar sem loftslagsráðstefnan COP26 fer nú fram. George Rose/Getty Fjögur hundruð einkaflugvélar flugu til Skotlands til að ferja þangað um þúsund gesti loftslagsráðstefnunnar COP26, sem fer fram í Glasgow. Loftslagsaðgerðasinnar hafa gagnrýnt gestina harðlega vegna loftslagsáhrifanna sem ferðamátinn hefur. Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest. COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Skoski miðillinn Sunday Mail greindi frá þessu á sunnudag en samkvæmt frétt miðilsins nemur mengunin frá einkaflugvélunum jafn miklu og árleg mengun frá 1.600 Skotum. Reikningurinn miðar við mengun minni einkaþota, það á til dæmis ekki við um einkaþotur Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Kanada, forseta Þýskalands, forsætisráðherra Japans eða annarra þjóðarleiðtoga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst sjálfur fljúga með einkaþotu aftur til Lundúna frá Glasgow að lokinni ráðstefnunni. Ferðalagið milli borganna tveggja tekur um fimm tíma með lest. Haft er eftir Matt Finch, loftslagsaðgerðasinna, í fréttinni að ein lítil einkaþota blási frá sér um tvö tonn af koltvísýringi á hverjum klukkutíma á flugi. Þá hefðu lang flestir þeirra, sem ferðuðust með einkaflugvél til Skotlands, getað ferðast þangað með áætlunarflugi. Aðgerðasinnar hafa gagnrýnt einkaþotunotendurna, enda sjá kannski flestir hræsnina sem felst í því að ferðast með einkaþotu á ráðstefnu þar sem fjallað er um loftslagsaðgerðir. Yfirskrift ráðstefnunnar er að hún sé vettvangur til að leiðtogar heimsins geti komið saman og gripið til nauðsynlegra loftslagsaðgerða. Samkvæmt útreikningum munu einkaþoturnar blása út um 13.000 tonn af gróðurhúsalofttegundunum á ferðalögum til og frá ráðstefnunni. Um 100 flugvélana fljúga til og frá Evrópu, ferðalög sem að meðaltali taka um fjóra klukkutíma í heild. Hinar þrjú hundruð verða á langferð, og fljúga til Ameríku, Afríku eða Asíu. Að meðaltali mengar ein ferð með einkaþotu tíu sinnum meira á mann en sama ferðalag með áætlunarflugi og 150 sinnum meira en ferðalag með lest.
COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42