Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Zlatan Ibrahimovic ætlar að hjálpa Svíum að komast á HM. getty/David Lidstrom Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla. HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla.
HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira