„Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 15:31 Morgan Marie Þorkelsdóttir var frábær í sigri á Haukum. Vísir/Bára Dröfn Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins Kvennalið Vals missti í síðustu viku út einn sinn allra besta leikmann þegar landsliðskonan Lovísa Thompson ákvað að taka sér hvíld frá handbolta af persónulegum ástæðum. Valsliðið þjappaði sér saman og vann góðan sigur á Haukum í fyrsta leik eftir þessa erfiðu viku á Hlíðarenda. Seinni bylgjan fór yfir sigur Vals og sérfræðingarnir nefndu þar sérstaklega frammistöðu tveggja leikmanna Valsliðsins. Leikmennirnir eru þær Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir sem voru saman með ellefu mörk í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Mariam og Morgan komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins „Það var ótrúlega gaman að horfa á þær og ég vil hrósa Mariam og Morgan fyrir að koma ótrúlega sterkar inn. Eins og Mariam með seinni bylgjunni þá er mikilvægt fyrir Valsliðið að fá auðveldu mörkin úr seinni bylgjunni þegar Mariam er að koma á ferðinni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er rosalega erfitt að stoppa hana, því hún er með frábær skot og sér línuna líka. Það er gaman að sjá Morgan líka. það er langt síðan hún var í deildinni en það er ótrúlega gaman að sjá að það er eins og hún hafi engu gleymt,“ sagði Sunneva. „Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka og hún var að skila einstaklega góðum leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég get alveg verið hreinskilin með Morgan að maður veit ekki alltaf hvað maður fær. Hún er smá jójó og svo koma svona glimrandi leikir hjá henni. Varnarleikurinn hjá henni var góður og small mjög vel við það sem var búið að vera úi gangi. Við sjáum það á þessum klippum að þetta eru regnbogansmörk sem eru að koma frá henni,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er að taka skot utan af velli og hún er að prjóna sig í gegn. Hún er að feika sendingar. Þetta skilaði rosalega miklu og ég var rosalega stolt af því að sjá hana hérna. Mér fannst hún koma vel inn í þessum leik,“ sagði Anna Úrsúla. Það má heyra allt spjallið úr Seinni bylgjunni um þær Mariam og Morgan Marie hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Kvennalið Vals missti í síðustu viku út einn sinn allra besta leikmann þegar landsliðskonan Lovísa Thompson ákvað að taka sér hvíld frá handbolta af persónulegum ástæðum. Valsliðið þjappaði sér saman og vann góðan sigur á Haukum í fyrsta leik eftir þessa erfiðu viku á Hlíðarenda. Seinni bylgjan fór yfir sigur Vals og sérfræðingarnir nefndu þar sérstaklega frammistöðu tveggja leikmanna Valsliðsins. Leikmennirnir eru þær Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir sem voru saman með ellefu mörk í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Mariam og Morgan komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins „Það var ótrúlega gaman að horfa á þær og ég vil hrósa Mariam og Morgan fyrir að koma ótrúlega sterkar inn. Eins og Mariam með seinni bylgjunni þá er mikilvægt fyrir Valsliðið að fá auðveldu mörkin úr seinni bylgjunni þegar Mariam er að koma á ferðinni,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það er rosalega erfitt að stoppa hana, því hún er með frábær skot og sér línuna líka. Það er gaman að sjá Morgan líka. það er langt síðan hún var í deildinni en það er ótrúlega gaman að sjá að það er eins og hún hafi engu gleymt,“ sagði Sunneva. „Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka og hún var að skila einstaklega góðum leik,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Ég get alveg verið hreinskilin með Morgan að maður veit ekki alltaf hvað maður fær. Hún er smá jójó og svo koma svona glimrandi leikir hjá henni. Varnarleikurinn hjá henni var góður og small mjög vel við það sem var búið að vera úi gangi. Við sjáum það á þessum klippum að þetta eru regnbogansmörk sem eru að koma frá henni,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Hún er að taka skot utan af velli og hún er að prjóna sig í gegn. Hún er að feika sendingar. Þetta skilaði rosalega miklu og ég var rosalega stolt af því að sjá hana hérna. Mér fannst hún koma vel inn í þessum leik,“ sagði Anna Úrsúla. Það má heyra allt spjallið úr Seinni bylgjunni um þær Mariam og Morgan Marie hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira