Áætlað er að um tvö þúsund byggingar hafi eyðilagst í eldgosinu sem hófst á La Palma þann 19. september síðastliðinn.AP/Emilio Morenatti
Nýjar myndir frá spænsku eyjunni La Palma sýna mikið öskulag sem virðist hafa lagt sig yfir hluta eyjarinnar líkt og teppi. Eldgos í Cumbre Vieja á eynni hefur nú staðið í um sex vikur.
Eldgosið hefur enn sem komið er eyðilagt meðal annars um tvö þúsund byggingar og fjölda stórra bananaekra.
Frá því að eldgosið hófst þann 19. september síðastliðinn hafa um sjö þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín og um níu ferkílómetrar lands eru nú þaktir ösku.
Íbúi á La Palma, Cristina Vera, yfirgefur húsið sitt eftir að hafa fengið leyfi til að sækja einhverjar eigur sínar.AP/Emilio Morenatti
Síðustu daga hefur nokkur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til eyjarinnar til að berja eldgosið augum. Hafa yfirvöld á Kanaríeyjum takmarkað aðgengið á vegunum sem liggja að gosinu, en bjóða á sama tíma upp á ókeypis rútuferðir til að ferðamenn og heimamenn geti fylgst með umbrotunum úr öruggri fjarlægð.
Krossar rétt standa upp úr öskunni sem fallið hefur á þennan kirkjugarð á La Palma.AP/Emilio Morenatti
Hraun hefur flætt út í sjó og hafði um miðjan október skapað um 36 hektara nýs lands sem gerir það að verkum að framundan bíður kortagerðarmanna það verkefni að uppfæra landakort af eyjunni.
Að neðan má sjá nokkrar myndir ljósmyndarans Emilio Morenatti frá La Palma.
Aska þekur borð, stóla og jörð við ströndina skammt frá eldfjallinu.AP/Emilio MorenattiMikill fjöldi bananaekra á La Palma hafa eyðilagst í hamförunum.AP/Emilio MorenattiÍbúi yfirgefur húsið sitt sem er á kafi í ösku.AP/Emilio MorenattiGosið hefur staðið í um sex vikur.AP/Emilio MorenattiSpænskir hermenn vinna að því að fjarlægja ösku af þökum húsa.AP/Emilio MorenattiNáttúran minnir á sig.AP/Emilio MorenattiLandslagið hefur umturnast á hluta La Palma vegna eldsumbrotanna.AP/Emilio MorenattiLoftmynd af húsi sem þakið er ösku á La Palma.AP/Emilio MorenattiHraunið hlífir engu sem á vegi þess verður.AP/Emilio MorenattiInngangur leikskóla á La Palma.AP/Emilio MorenattiNokkur fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína til La Palma til að berja eldgosið augum.AP/Emilio Morenatti