„Við ætlum að gifta okkur, við erum algjörlega að fara að gera það,“ sagði Stewart meðal annars í viðtalinu. Samkvæmt frétt CNN vildi leikkonan láta biðja sín og fékk hún þann draum uppfylltan. Brúðkaupið mun fara fram í Los Angeles.
Stewart og Dylan kynntust fyrst á kvikmyndasetti fyrir átta árum síðan en byrjuðu þó ekki að hittast fyrr en nokkrum árum síðar. Þær hafa verið par frá því í ágúst árið 2019, eftir að Stewart endaði samband sitt við fyrirsætuna Stellu Maxwell.

Dylan skrifaði og framleiddi meðal annars Netflix myndina XOXO. Stewart skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Twilight myndunum en nú síðast fór hún með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmyndinni Spencer sem væntanleg er í þessum mánuði. Hún hefur nú þegar fengið mikið lof fyrir leik sinn og verið orðuð við Óskarsverðlaun.