Aron Jóhansson: Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. nóvember 2021 18:01 Aron Jóhannsson er genginn í raðir Valsmanna eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Mynd/Skjáskot Aron Jóhannsson gerði í dag þriggja ára samning við Val eftir rúmlega áratug í atvinnumennsku. Hann segir aðdragandan hefa verið fremur stuttan og að gott sé að vera loksins kominn heim. „Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
„Nei, nei, svo sem ekki. Ég lendi í meiðslum í ágúst held ég og þá fékk ég samningi mínum við Lech Poznan rift úti í Póllandi. Þá ákvað ég að koma heim í endurhæfingu og síðan byrjuðu bara svona lítil og stutt samtöl með öðrum liðum og á endanum var það Valur,“ sagði Aron í samtali við Stöð 2. Aðspurður að því hvort að eitthva annað en Ísland hafi komið til greina svarar Aron því neitandi. „Nei í rauninni ekki. Við erum búin að vera í nokkrum löndum undanfarin ár og með börn og stelpu sem er í leikskóla og það er svolítið flókið að fara í pólskan leikskóla og sænskan og þýskan og svo íslenskan. Þetta er svolítið álag á fjölskylduna líka að vera úti um allt.“ „Þannig að nú er bara að fá smá festu í lífið og vera loksins kominn heim og gott að vera með alla hjálpina sem er hérna heima líka.“ En er Aron kominn til að vera á Íslandi? „Það þarf mikið að gerast til þess að maður fari út aftur. Ég lít bara þannig á það við erum komin heim til að vera hérna og bara spennandi tímar framundan.“ Aron hefur leikið nítján landsleiki fyrir bandaríska landsliðið, en hann gerir ráð fyrir því að landsliðsferli hans sé lokið. „Já ég held að það sé nokkuð ljóst. Hinir framherjarnir eru í Premier League og Bundesligu og Juventus og eitthvað svona. En það er aldrei að vita. Ef ég stend mig vel með Val þá er síminn allavega opinn. Landsliðsþjálfarinn er með númerið mitt,“ sagði Aron léttur. Klippa: Aron Jóhannsson „Við erum allir bara með það markmið að vinna“ Aron segir að væntingar hans og annarra Valsmanna séu háar og að liðið ætli sér stóra hluti. „Við viljum vinna. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég kom hingað. Ég finn fyrir metnaði hérna og að menn eru ekki ánægðir með það hvernig sumarið var, að enda í fimmta sæti.“ „Mér finnst það heillandi að koma inn í ekki bara lið, heldur bara klúbb sem vill vinna. Þannig er hugarfarið hjá mér og við smellum vel saman.“ Hann segir einnig að í liðinu sé góð blanda af ungum leikmönnum og eldri og reynslumeiri mönnum. „Ég var náttúrulega að æfa með þeim í janúar fyrr á þessu ári og þar kynntist maður þessum strákum. Þannig að ég hlakka bara til að koma aftur.“ „Það eru ungir og efnilegir leikmenn hérna og ég get vonandi hjálpað þeim eitthvað með minni reynslu. En á endanum snýst þetta um að vinna, sama hvort þú sért 18 ára eða 36. Við erum allir bara með það markmið að vinna.“ Eins og Aron minntist á fyrr í viðtalinu þá lenti hann í meiðslum í ágúst, en hann segir að hann sé í þokkalegu standi núna og að hann ætti að vera alveg heill heilsu í byrjun næsta árs. „Staðan er bara þokkaleg. Ég er á góðri leið með öxlina og er á góðri leið með að geta byrjað aðeins með liðinu þegar við byrjum í nóvember. Ég ætti að vera bara fullfrískur til að spila 90 mínútna fótboltaleiki í byrjun janúar.“ Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu