Hagsmunir hverra? Heiðar Guðjónsson skrifar 5. nóvember 2021 09:01 Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er fimmtíu manna sendinefnd á vegum hins opinbera á fundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál í Skotlandi. Það er skrýtið að sjá hvað forystumenn í hópnum leggja áherslu á. Ástæðan er sú að það er frumskylda íslenskra embættis- og stjórnmálamanna að standa vörð um íslenska hagsmuni, ekki hagsmuni annarra. Eins fer enginn heill aðili inn í samningaviðræður þar sem hann gefur eftir alla sína hagsmuni fyrirfram. Ísland er í fararbroddi með nýtingu endurnýjanlegrar orku og hefur verið um langt skeið. Það er því lítið upp á okkur að klaga. Hins vegar tekur einfalt regluverk í kringum þessar ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna takmarkað tillit til þess hvar þjóðir eru staddar í umgengni sinni við náttúruna, þar eru nánast sömu kröfur settar jafnt á alla. Skussarnir eiga að minnka útblástur jafn mikið og hinir sem nánast engan útblástur hafa. Það er lítið vit í slíku kerfi. Svo eru aðrir sem bara bæta í útblásturinn. Indland er að byggja ný kolaorkuver sem eru tuttugu sinnum aflmeiri en öll rafmagnsframleiðsla Íslands. Fyrir hefur Indland ógrynni kolaorkuvera sem menga allt að hundraðfalt á við hagkvæmustu gasorkuver. Það sama á við um Kína sem á þessu ári byggir nánast nýtt kolaorkuver í hverri viku. En þessi tvö lönd eru fráleitt ein um gríðarlega aukningu útblásturs. Í þessu ljósi hlýtur að mega að spyrja hvaðan sú furðuhugmynd framkvæmdastjóra Landverndar komi um að Íslendingar eigi að sýna fordæmi fyrir öll önnur lönd og fremja efnahagslegt harakiri með því að banna alla notkun jarðefnaeldsneytis. Íslendingar sem eru algerlega háðir alþjóðaviðskiptum eiga þannig að hætta nota eina orkugjafa millilandaflutninga. Og hvaðan koma tillögur umhverfisráðherra, fyrrverandi formanns Landverndar, sem hann kynnir í Skotlandi þar sem þrjár af fimm sviðsmyndum ganga út á að slökkva á stóriðju og snúa sér að ylrækt til að geta minnkað stórlega neyslu landans á kjöti. Þar er reyndar viðurkennt að það bitni á lífsgæðum Íslendinga. En fyrir hvern? Íslendingar eru meðal þess fólks sem verður hvað verst úti ef kólnar á jörðinni. Við vitum að jafnvægi í veðri fyrirfinnst ekki nema í vitlausum reiknilíkunum. Jörðin er annað hvort að kólna eða hitna. Við erum því sú þjóð sem hefur hvað minnsta hagsmuni af stórfelldum inngripum í dag. Ég spyr mig því þeirrar einföldu spurningar, hverra hagsmuna er þessi sendinefnd að gæta á fundinum í Skotlandi? Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Sýnar hf.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun