Sextán ára og eldri fái örvunarskammt Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 10:26 Frá bólusetningu í Laugardalshöllinni fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19. Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Bóluefni frá Pfizer/BioNTech verður notað í þessar bólusetningar en einnig er til bóluefni frá Moderna sem gæti verið notað. Í tilkynningunni segir einnig að þátttaka hafi verið dræm meðal hópa sem hafi verið skilgreindir í forgangi fyrir þriðja skammt, miðað við þátttöku í grunnbólusetningu. Á sama tíma séu fleiri og fleiri sem nái sex mánaða markinu og fái ekki örvunarskammt, þó þeir óski eftir því. Heilsugæslan vinnur að því að auka getu til að bólusetja fleiri og er búist við því að nægilegt bóluefni sé til eða væntanlegt svo hægt verði að bólusetja alla sem nái þessum tímamótum fyrir áramót. „Til hagræðingar verður lágmarkstíminn stilltur á 5 mánuði þar sem mjög margir ná 6 mánaða markinu milli jóla og nýárs. 70 ára og eldri og ónæmisbældir einstaklingar skv. skilmerkjum sóttvarnalæknis óháð aldri geta þó fengið þriðju bólusetninguna þegar 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu vegna aukinnar áhættu á ófullnægjandi svari við tveimur bólusetningum,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landlæknis segir að Covid-19 tilfellum haldi áfram að fjölga og farið sé að bera á auknum alvarlegum veikindum, innlögnum og aukinni þörf fyrir gjörgæslumeðferð. Þess vegna sé gagnsemi örvunarbólusetningar til að efla varnir fólks orðin klár. Bóluefni frá Pfizer/BioNTech verður notað í þessar bólusetningar en einnig er til bóluefni frá Moderna sem gæti verið notað. Í tilkynningunni segir einnig að þátttaka hafi verið dræm meðal hópa sem hafi verið skilgreindir í forgangi fyrir þriðja skammt, miðað við þátttöku í grunnbólusetningu. Á sama tíma séu fleiri og fleiri sem nái sex mánaða markinu og fái ekki örvunarskammt, þó þeir óski eftir því. Heilsugæslan vinnur að því að auka getu til að bólusetja fleiri og er búist við því að nægilegt bóluefni sé til eða væntanlegt svo hægt verði að bólusetja alla sem nái þessum tímamótum fyrir áramót. „Til hagræðingar verður lágmarkstíminn stilltur á 5 mánuði þar sem mjög margir ná 6 mánaða markinu milli jóla og nýárs. 70 ára og eldri og ónæmisbældir einstaklingar skv. skilmerkjum sóttvarnalæknis óháð aldri geta þó fengið þriðju bólusetninguna þegar 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu vegna aukinnar áhættu á ófullnægjandi svari við tveimur bólusetningum,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bein útsending: Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin fundar nú fyrir hádegi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og verða nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir til umfjöllunar þar. 5. nóvember 2021 10:05
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51
Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. 5. nóvember 2021 09:15