Greta Thunberg segir loftslagsráðstefnuna mislukkaða Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 00:31 Baráttukonan Greta Thunberg lét leiðtoga heimsins aldeilis heyra það fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum í ræðu sem hún hélt fyrir þúsundir ungmenna og annarra í Glasgow í dag. Mynd/AP Loftslagsbaráttukonan unga Greta Thunberg sagði í ávarpi til þátttakenda í kröfugöngu í Glasgow að yfirstandandi loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hefði mislukkast. Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“ Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þúsundir gengu fylktu liði um borgina til að eggja leiðtoga heimsins til að taka alvöru skref til að bregðast við loftslagsvánni. BBC segir frá þessu. Mannfjöldinn safnaðist saman við George Square þar sem Thunberg lét vaða á súðum og sparaði ekki stóru orðin. Þúsundir slógust í för með Gretu Thunberg í Glasgow í dag til að mótmæla sinnuleysi ráðamanna heimsins í loftslagsmálum. Kröfugangan hófst sem framtak barna og ungmenna en vatt upp á sig.Mynd/AP „Það er ekkert launungarmál að COP26 hefur mislukkast. Það ætti að vera öllum ljóst að við leysum ekki þennan vanda með sömu meðulum og komu okkur í þessa stöðu til að byrja með.“ This morning in Glasgow, at a #ClimateStrike where 10,000 were expected to show up...a crowd of 100,000+ marched through the streets demanding #ClimateAction. https://t.co/XUahZukMRO— Alexandria Villaseñor is at COP26! (@AlexandriaV2005) November 5, 2021 Hún bætti svo við: „Við þurfum að draga úr árlegum útblæstri tafarlaust og með afgerandi hætti, af áður óþekktri stærðargráðu.“ „Fólkið sem situr í valdastólum má halda sig í sinni loftbólu með ímynduðum hlutum eins og óendanlegum hagvexti á plánetu sem vex ekki, og tæknilausnum sem eiga að birtast upp úr þurru og þurrka út vandann eins og ekkert sé.“ Á meðan brenni heimurinn og fólkið í eldlínunni beri hitann of þungann af erfiðleikunum sem fylgja. Hún sagði ráðstefnuna vera tveggja vikna veislu ráðafólks, fyrir blaður og óbreytt ástand. „Við vitum vel að keisararnir okkar eru ekki í neinum fötum!“
Skotland Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03 Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35 Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
COP26: Stórar kolaþjóðir heita því að draga úr kolabruna Stórar kolaþjóðir, eða þjóðir sem notast við kol sem eldsneyti í miklum mæli, hafa sammælst um það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow (COP26) að þær reyni að draga úr kolabruna eftir fremsta megni. 4. nóvember 2021 08:03
Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. 2. nóvember 2021 13:35
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13