Ófarir José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma, halda áfram. Eftir að hafa gert jafntefli við Bodø/Glimt í vikunni þá misstu lærisveinar hans í Roma niður 1-2 forystu og töpuðu fyrir spræku liði Venezia. Arnór Sigurðsson spilaði 45 mínútur fyrir Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður.
Venezia byrjaði leikinn betur og komst yfir á 3. mínútu leiksins. Þar var að verki Mattia Caldara sem skoraði eftir fyrirgjöf frá nafna sínum Mattia Aramu. Fínt mark og Roma strax í vandræðum.
Roma svöruðu þó fyrir sig og leiddi 1-2 í hálfleik. Fyrst skoraði Elder Shomurodov á 43. mínútu með skoti úr teignum eftir mikinn darraðadans þar sem varnarmenn Roma litu ekkert sérstaklega vel út. Það var svo í uppbótartíma fyrri háfleiks sem Tammy Abraham skoraði frábært mark. Tók vel á móti boltanum undir pressu og skoraði.
They re just a fashion brand. #ArancioNeroVerde pic.twitter.com/J9fs4Leigt
— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) November 7, 2021
Í siðari hálfleiknum voru heimamenn sterkari. Mattia Aramu skoraði úr víti á 65. mínútu og jafnaði leikinn í 2-2 en það var síðan David Okereke sem skoraði sigurmarkið með frábæru skoti eftir að hafa sloppið einn í gegn og fleiri urðu mörkin ekki. Flottur sigur Feneyjarmanna, 3-2.
Venezia er eftir sigurinn í 14. sæti í Serie A en Roma er í 5. sæti heilum tólf stigum á eftir toppliðunum.