Lazio biður Amazon Prime að klippa út senu í Maradona þáttunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 16:30 Diego Maradona í leik með ítalska félaginu Napoli. Hann lék með liðinu frá 1984 til 1991. Peter Robinson/EMPICS/Getty Amazon Prime er að framleiða heimildaþætti um líf Diego Armando Maradona og heita þeir „Maradona: Blessed Dream“ en það er ein sena sem forráðamenn ítalska félagsins Lazio eru mjög ósáttir með. Í umræddri senu þá er ítalska félagið stimplað sem fasistar og forráðamenn Lazio vilja að framleiðendurnir taki hana út. "These Lazio fascists want to humiliate me"Serie A side condemns Amazon Prime x Maradona series dialogue.https://t.co/jiDFGVb7vc— AS English (@English_AS) November 8, 2021 Diego Maradona er þarna að tala um Lazio og segir: „Þessir fasistar vilja niðurlægja okkur“ en Maradona var vanur að láta allt flakka í viðtölum. Lazio setti yfirlýsingu inn á heimasíðu sína og rökstuddi mótmæli sín. „Þetta fasistatal særir enn meira af því að því var ætlað að vera ærumeiðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Með þessu ná þeir ótrúlegum árangri að móðga heilan stuðningsmannahóp og félag með því að segja eitthvað sem er svo fjarri veruleikanum. Þeir gera Maradona sjálfum líka engan greiða með því en hann sýndi það margoft að hann var vinur Lazio,“ segir í yfirlýsingunni. Lazio have hit out at the makers of Amazon Prime s dramatised Maradona: Blessed Dream series for a scene in which the Roman club are branded fascists, asking for it to be cut. https://t.co/IMfatEqLv8— Reuters Sports (@ReutersSports) November 7, 2021 Lazio bað því Amazon Prime um að taka senuna út sem er jafn ósönn og hún er særandi að þeirra mati. „Hún skortir ekki aðeins virðingu fyrir Lazio heldur skítur hún einnig út minningu mikils meistara,“ segir í yfirlýsingunni. Hluti stuðningsmannahóps Lazio hefur sterk tengsl við hægri öfgahópa. Félagið var meðal annars sektað af UEFA og þurft að spila einn leik án áhorfanda í október 2019 eftir að hópur stuðningsmanna félagsins sáust gera fasistakveðju á Evrópudeildarleik á móti Rennes. Based on the incredible true story of Argentina's Diego Maradona. See why Maradona: Blessed Dream broke records as one of the most watched Spanish language Amazon Original series in the U.S. pic.twitter.com/8pCjgT6rRM— Prime Video (@PrimeVideo) November 4, 2021 Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira
Í umræddri senu þá er ítalska félagið stimplað sem fasistar og forráðamenn Lazio vilja að framleiðendurnir taki hana út. "These Lazio fascists want to humiliate me"Serie A side condemns Amazon Prime x Maradona series dialogue.https://t.co/jiDFGVb7vc— AS English (@English_AS) November 8, 2021 Diego Maradona er þarna að tala um Lazio og segir: „Þessir fasistar vilja niðurlægja okkur“ en Maradona var vanur að láta allt flakka í viðtölum. Lazio setti yfirlýsingu inn á heimasíðu sína og rökstuddi mótmæli sín. „Þetta fasistatal særir enn meira af því að því var ætlað að vera ærumeiðandi,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. „Með þessu ná þeir ótrúlegum árangri að móðga heilan stuðningsmannahóp og félag með því að segja eitthvað sem er svo fjarri veruleikanum. Þeir gera Maradona sjálfum líka engan greiða með því en hann sýndi það margoft að hann var vinur Lazio,“ segir í yfirlýsingunni. Lazio have hit out at the makers of Amazon Prime s dramatised Maradona: Blessed Dream series for a scene in which the Roman club are branded fascists, asking for it to be cut. https://t.co/IMfatEqLv8— Reuters Sports (@ReutersSports) November 7, 2021 Lazio bað því Amazon Prime um að taka senuna út sem er jafn ósönn og hún er særandi að þeirra mati. „Hún skortir ekki aðeins virðingu fyrir Lazio heldur skítur hún einnig út minningu mikils meistara,“ segir í yfirlýsingunni. Hluti stuðningsmannahóps Lazio hefur sterk tengsl við hægri öfgahópa. Félagið var meðal annars sektað af UEFA og þurft að spila einn leik án áhorfanda í október 2019 eftir að hópur stuðningsmanna félagsins sáust gera fasistakveðju á Evrópudeildarleik á móti Rennes. Based on the incredible true story of Argentina's Diego Maradona. See why Maradona: Blessed Dream broke records as one of the most watched Spanish language Amazon Original series in the U.S. pic.twitter.com/8pCjgT6rRM— Prime Video (@PrimeVideo) November 4, 2021
Ítalski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund Sjá meira