Ráðleggur fólki frá því að ákveða um þriðja skammtinn út frá mótefnamælingu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 14:08 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm 117 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sóttvarnalæknir ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. Tvö hágæslurými verða tekin í notkun á Landspítala í desember. Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Af þeim 117 sem greindust með kórónuveiruna í gær var tæpur helmingur utan sóttkvíar við greiningu eða 51. Sautján sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Af þeim eru sex óbólusettir. Fjórir eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Einn er á gjörgæslu með sjúkdóminn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Einföld mótefnamæling segi ekki alla söguna Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis hjálpi til við að auka ónæmi gegn veirunni í samfélaginu. Hann ráðleggur fólki frá því að ákveða hvort þörf sé á þriðja skammti bóluefnis út frá einfaldri mótefnamælingu. „Það er ekki hægt að segja að eitt gildi í mótefnunum sé verndandi og annað ekki. En það er ákveðin samsvörun á milli þess að hærri mótefni benda til verndar en það þurfa sérfræðingar að taka ákvörðun um það og meta gildin á mótefnunum og hvort mótefnamagnið sem fólkið er með sé verndandi eða ekki. Þannig að það er ekki ráðlagt að fólk fari í mótefnamælingu og þannig ákveði hvort það fari í þriðja skammtinn eða ekki.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort þeir sem greindust með veiruna eftir bólusetningu fái örvunarskammt. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í það. Við erum ekki endilega að mælast með því að þeir fari í sprautu eins og staðan er núna en fólk mun fá boð í bólusetninguna. Og svo er það frábending ef fólk hefur fengið einhverjar mjög alvarlegar aukaverkanir eftir skammt tvö, að það mæti ekki nema í samráði við sinn lækni. Og eins þeir sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm, það er rétt að þeirra læknir meti hvort fólk eigi að fara í sprautu eða ekki,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hágæslurými létti á en þó ekki verulega Mbl.is greindi frá því í morgun að sex hágæslurýumi verði tekin í notkun á Landspítala á næstunni, Hágæslurými er rými fyrir þá sjúklinga sem eru of veikir til að dveljast á almennri legudeild en þurfa ekki á gjörgæsluaðstoð að halda. Sigurbergur Kárason er settur forstöðumaður svæfinga og skurðkjarna Landspítala. „Við stefnum að því að opna tvö hágæslurými á Hringbraut í desember, svo tvö í Fossvogi í janúar og tvö seinna á árinu í Fossvogi.“ Hann segir að rýmin tvö sem tekin verða í notkun í desember muni létta á heilbrigðiskerfinu en þó ekki verulega. „Það léttir eitthvað á þessum sjúklingum sem eru hjá okkur og gerir okkur mögulegt að taka fleiri inn til þess að fylgjast með en enn sem komið er mun þetta ekki breyta einhverju mjög miklu en allt hjálpar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Bólusetningar Tengdar fréttir Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Bindur vonir við að örvunarskammtur auki ónæmi í samfélaginu Sóttvarnalæknir bindur vonir við að örvunarskammtar bóluefnis gegn kórónuveirunni hjálpi mikið til við að auka ónæmi í samfélaginu gegn veirunni. Til stendur að hefja fjöldabólusetningu með örvunarskammti í næstu viku. 8. nóvember 2021 09:06