Howe tekur við Newcastle af Steve Bruce sem nýir eigendur félagsins ráku á dögunum. Howe hefur verið án starfs síðan hann hætti hjá Bournemouth í fyrra.
Hinn 43 ára Howe stýrði Bournemouth á árunum 2008-11 og 2012-20. Hann stýrði liðinu í öllum fjórum deildunum á Englandi, þar á meðal fimm ár í ensku úrvalsdeildinni.
„Það er mikill heiður að verða þjálfari félags eins og Newcastle,“ sagði Howe í fréttatilkynningu frá Newcastle.
„Þetta er stórkostlegt tækifæri en það er mikil vinna fyrir höndum. Ég iða í skinninu að komast á æfingasvæðið og vinna með leikmönnunum.“
-
— Newcastle United FC (@NUFC) November 8, 2021
We are delighted to confirm the appointment of Eddie Howe as the club s new head coach.
Welcome to Newcastle United, Eddie!
Eftir að Bruce var rekinn reyndi Newcastle að fá Unai Emery, knattspyrnustjóra Villarreal, en án árangurs. Þá sneru sádí-arabískir eigendur Newcastle sér að Howe.
Hans bíður krefjandi verkefni en Newcastle er í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er eina lið deildarinnar sem hefur ekki enn unnið leik.
Fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Howes er gegn nýliðum Brentford laugardaginn 20. nóvember.