Kíkt í klefann hjá Val: Hvernig á að stöðva Ragnheiði og rjómaterta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Ágúst Jóhannsson fer yfir málin með leikmönnum Vals. stöð 2 sport Seinni bylgjan fékk kíkja inn í búningsklefa Valskvenna þegar þær mættu Framkonum í stórleik 6. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Sjá meira
„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31
„Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44