Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 18:58 Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar. vísir/sigurjón Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nefndin hefur fundað yfir tuttugu sinnum á þeim sex vikum sem liðnar eru frá kosningum. Við vettvangsferð sem farin var í Borgarnes fyrir þremur vikum kom í ljós við yfirferð bunka auðra atkvæða að þar leyndist atkvæði sem hefði átt að teljast gilt og tilheyra Framsóknarflokknum. Nú vill nefndin fara aftur í slíka ferð til að skoða kjörgögnin enn betur. Óljóst hvað eigi að skoða „Við höfum gert þetta tvisvar áður og þurfum að staðfesta ákveðna hluti sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir Birgir. Hvaða hlutir eru það? „Nei, við erum svo sem ekkert að fara nánar út í það sko. Við erum hins vegar bara í því að vera að velta fyrir okkur ýmsum öngum á þessu máli og það að fara í Borgarnes einu sinni í viðbót, það er bara partur af því.“ Heimildir fréttastofu herma að þar sé sérstaklega verið að horfa til flokkunar atkvæða og hvernig henni var háttað. Undirbúningsnefnd hefur fundað rúmlega tuttugu sinnum vegna endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.vísir/vilhelm Þar sé mögulega til skoðunar að skoða aftur alla bunka og sjá hvort fleiri bunkar innihaldi atkvæði sem eiga heima annars staðar. Birgir vill ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekkert að fara nánar út í það. Ég meina, þegar við erum búin að tékka af þessa hluti þá munum við gera fundargerð sem verður síðan birt, eins og við höfum gert í fyrri tilvikum,“ segir hann. Tímapressa á nefndinni Forsætisráðherra hefur gefið það út að stjórnarsáttmáli áframhaldandi ríkisstjórnar muni ekki vera kynntur fyrr en vafa um mögulega uppkosningu hefur verið eytt. Það veltur því á nefndinni hvenær ný ríkisstjórn verður mynduð og þing kallað saman á ný. „Við auðvitað gerum okkur grein fyrir því að verkefni okkar er þess eðlis að því þarf að ljúka eins fljótt og hægt er en á hinn bóginn er mikilvægt fyrir okkur líka að vanda til verka þannig að við viljum ekki skilja eftir einhverja lausa enda þar sem við getum hugsanlega hnýtt þá,“ segir Birgir.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira