Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:06 Magnús Þór Jónsson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári. Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34