Helsta baráttumálið að standa við bakið á kennurum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 19:06 Magnús Þór Jónsson tekur við embætti formanns Kennarasambands Íslands í apríl á næsta ári. Nýr formaður Kennarasambands Íslands var kjörinn í dag en skólastjórinn Magnús Þór Jónsson tekur við embættinu á næsta ári. Helsta baráttumál hans er að hlúa að kennurum og segir mörg spennandi verkefni framundan. Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús. Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjögur voru í framboði til formanns sambandsins en kosningu lauk klukkan tvö í dag. Ríflega ellefu þúsund félagsmenn KÍ voru á kjörskrá en 6.676 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 60,32 prósent. Magnús fékk í heildina 2.778 atkvæði, eða hátt í 42 prósent atkvæða. Anna María Gunnarsdóttir var með næst flest atkvæði, eða tæplega 33 prósent. Þar á eftir komu Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hlaut rúmlega 16 prósent atkvæða og Heimir Eyvindsson sem hlaut rúmlega 8 prósent atkvæða. Magnús mun taka við embættinu af Ragnari Þór Péturssyni, sitjandi formanni, á áttunda þingi Kennarasambandsins í apríl á næsta ár „Ég er auðvitað fyrst og fremst bara mjög spenntur fyrir því verkefni að fá að leiða íslenska kennara. Það er mikill heiður og ég ætla að reyna að gera það vel,“ segir Magnús en hann starfar nú sem skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir sitt helsta baráttumál vera að standa við bakið á kennurum og setja þau í forgrunn. Sjö aðildafélög mynda Kennarasambandið og vinna þau á ólíkum starfsvettvangi og skólastigum. „Það er mikil breidd í þessu samfélagi þannig ég held að stóra verkefnið hjá Kennarasambandinu sé að það að vera sameiningartákn fyrir félögin öll,“ segir Magnús og bætir við að um tvíþætt verkefni sé að ræða. „Annars vegar held ég að það skipti mjög miklu máli að við styrkjum við starf aðildafélaganna, við þurfum alltaf að styðja þau, og svo þurfum við líka að vera tilbúin til að vinna sjálf að ákveðnum verkefnum sem snúa að umgjörð og svona aðbúnað í störfum,“ segir Magnús. Fyrst og fremst sé það mikilvægt að nemendum líði vel í skóla og til þess þurfi kennarar að búa við vellíðan í sínum störfum. Þá sé hægt að taka á öðrum verkefnum. Meðal annars þurfi áfram að taka á Covid-faraldrinum en Magnús segir faraldurinn hafa sýnt hversu öflugt starfsfólk er í íslenskum skólum. „Það er ákveðið sóknarfæri sem tengjast væntanlega nýjum farsældarlögum og menntastefnu sem er verið að vinna að. Þannig það eru mörg spennandi verkefni til þess að vinna að,“ segir Magnús.
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Grunnskólar Tengdar fréttir Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21 Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Formannsefni kennara segja kulnun mikilvægasta verkefnið Frambjóðendurnir fjórir til formanns Kennarasambands Íslands eru sammála um að umfjöllun um menntamál hér á landi sé allt of neikvæð. Þá geri pólitíkin kennurum erfitt fyrir með sífelldum breytingum á tíu ára fresti. Líflegar umræður spunnust í Pallborðinu á Vísi um menntamál í dag. 1. nóvember 2021 22:21
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Magnús sækist eftir formannsembættinu Magnús Þór Jónsson, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í embætti formanns Kennarasambands Íslands. Magnús Þór segist hafa fengið áskoranir síðustu daga og vikur en hann hefur unnið við kennslu frá 1994. 3. október 2021 13:34