Slökkviliðsstjórinn segir Travis hafa átt að stöðva tónleikana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 23:47 Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana að mati slökkviliðsstjórans í Houston. AP/AMY HARRIS Slökkviliðsstjórinn í Houston í Texas segir að rapparinn Travis Scott hefði átt að stöðva tónleikana sína á Astroworld tónlistarhátíðinni á föstudag þegar hann varð var við að eitthvað væri að á tónleikunum. Átta fórust á þeim, á aldrinum fjórtán til 27 ára. „Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
„Allir sem stóðu að tónleikunum eru ábyrgir. Allt frá tónlistarmanninum og niður,“ sagði Samuel Pena, slökkviliðsstjóri í Houston í samtali við NBC í dag. Átta fórust á tónleikum Travis Scott í borginni á föstudag og hundruð til viðbotar slösuðust þegar mikil geðshræring greip um sig meðal tónleikagesta. Travis gaf út yfirlýsingu daginn eftir tónleikana og sagðist miður sín vegna mannfallsins. Hann ætti í samtali við fjölskyldur hinna látnu. Myndbönd frá tónleikunum, sem hafa farið í dreifingu á netið, hafa hins vegar sýnt myrka mynd af ástandinu á tónleikunum. Sjást tónleikagestir þar reyna að ná athygil Travis og annarra starfsmanna á viðburðinum sem hafi hundsað hjálparbænir gestanna. Á einu myndbandi virðist Travis sjá tónleikagesti bera á milli sín meðvitundarlausan líkama eins gests áður en hann heldur áfram að syngja. Kylie Jennar, kærasta Travis, sagði í yfirlýsingu að þau hafi ekki verið meðvituð um mannfallið fyrr en eftir tónleikana. Meðal þeirra sem særðist alvarlega á tónleikunum er níu ára drengur sem er sagður berjast fyrir lífu sínu eftir að hann varð undir í mannhafinu. Talið er að þau sem létust hafi orðið undir nærri sviðinu um klukkan 21:30 að staðartíma á föstudagskvöld. Travis hélt tónleikunum áfram í um fjörutíu mínútur eftir það en endaði tónleikana fimmtán til tuttugu mínútum áður en þeir áttu að enda samkvæmt auglýsingunni. „Á einum tímapunkti var sjúkrabíll að reyna að komast í gegn um mannmergðina. Listamaðurinn hefur stjórn á hópnum,“ sagði Pena í samtali við NBC í dag. „Ef listamaðurinn tekur eftir því að eitthvað er í gangi getur hann algjörlega stoppað sýninguna, kveikt ljósin og sagt: Við ætlum ekki að halda áfram fyrr en það er búið að leysa úr þessu.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39 Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37 Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Birta nöfn þeirra sem létust á tónleikum Travis Scott Yfirvöld í Houston í Texas hafa nú birt nöfn þeirra átta sem létust á tónleikum bandaríska rapparans Travis Scott í borginni um helgina. Mikið öngþveiti varð meðal tónleikagesta þegar rapparinn steig á svið, með þeim afleiðingum að átta létust og hundruð slösuðust, sum alvarlega. 9. nóvember 2021 20:39
Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. 8. nóvember 2021 23:37
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00