Nýi harðstjórinn af Nývangi: Reglur Xavi leka út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 08:30 Xavi Hernandez veifar þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari Barcelona liðsins. AP/Joan Monfort Xavi Hernandez hefur snúið aftur til Barcelona og er tekinn við sem þjálfari liðsins á miklu ólgutímum. Hann var fljótur að setja sitt mark á liðið með því að setja harðar reglur fyrir leikmenn sína. Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira