Þetta kemur fram á síðunni covid.is. 168 greindust innanlands á mánudaginn og höfðu þá aldrei fleiri greinst með veiruna hér innanlands á sama degi.
Á síðunni kemur fram að 1.353 séu nú í einangrun vegna Covid-19, en voru 1.260 í gær. 1.230 eru nú í sóttkví, en voru 2.216 í gær. 223 eru nú í skimunarsóttkví.

Á vef Landspítalans í morgun kom fram að fimmtán liggi nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Af þeim fimmtán sem liggja inni eru fimm óbólusettir en meðalaldur inniliggjandi er 59 ár.
Fimmtán smit kom upp á landamærunum í gær – sjö virk smit í fyrri landamæraskimun og þá er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilviki átta.

Nýgengi á smiti innanlands, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 418,9, en var 392,3 í gær. Nýgengi á smiti á landamærum er nú 23,7, en var 21,8 í gær.
Alls hafa 14.935 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá því faraldurinn hófst í lok febrúar á síðasta ári. Þá hafa 34 andlát verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Alls voru tekin 2.427 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 1.329 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 1.068 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var haft eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni að smitin hafi verið um 180 í gær en að enn ætti eftir að taka saman endanlegar tölur um fjölda smitaðra.