Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 12:00 Teikning af því hvernig svarhol og sólstjarna í NGC 1850-stjörnuþyrpingunni gæti litið út. Stjörnurnar í kringum svartholið fyrir miðri myndinni virðast bjagaðar vegna þyngdaráhrifa þess. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Svartholið fannst með því að leita að þyngdaráhrifum á stjörnur í nágrenni þess í NGC 1850 stjörnuþyrpingunni í Stóra Magellanskýinu, nágrannavetrarbraut okkar. Þyrpingin er í um það bil 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Vísindamennirnir notuðu litrófsmæli á VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle til þess að fylgjast með þúsundum stjarna í stjörnuþyrpingunni. Þeir kembdu síðan gögnin í leit að hreyfingum stjarna sem gætu bent til þess að svarhol leyndist á milli þeirra. Í ljós kom tiltölulega „lítið“ svarhol, um ellefu sinnum massameira en sólin okkar. Það fannst vegna þyngdaráhrifa þess á stjörnu sem er um fimmfalt stærri en sólin, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Eina leiðin til að finna flest svarthol Svarhol af þessari stærð utan Vetrarbrautarinnar finnast yfirleitt með röntgengeislun sem berst frá þeim þegar efni fellur inn í þau eða með svonefndum þyngdarbylgjum. Fæst þeirra er þó hægt að finna með þeim hætti. Stefan Dreizler frá Háskólanum í Göttingen í Þýskalandi sem tók þátt í uppgötvuninni segir að flest svarthol af þessu tagi finnist aðeins með því að kanna áhrif þeirra á hreyfingar annarra fyrirbæra. „Þegar þau mynda sólkerfi með stjörnu hafa þau áhrif á hreyfingar hennar á smávægilegan en þó greinanlegan hátt þannig að við getum fundið þau með háþróuðum tækjum,“ segir hann. Hjálpar til við að skilja þróun svarthola Aldrei áður hefur tekist að finna svarthol í ungri stjörnuþyrpingu en NGC 1850 er aðeins um hundrað milljón ára gömul, kornung á stjarnfræðilegan mælikvarða. Vonir standa til að hægt verði að nota aðferðina til þess finna fleiri ung svarthol. Þannig verði hægt að varpa frekara ljósi á hvernig svarthol þróast með tímanum. Með því að bera þau saman við eldri og stærri svarthol gætu stjarnvísindamenn skilið betur hvernig þau stækka með þ´vi að nærast á stjörnum eða renna saman við önnur svarthol. Þegar ELT-sjónauki ESO verður tekin í notkun síðar á þessum áratug ættu vísindamenn að geta fundið enn fleiri svarhol sem nú eru hulin mönnum. „Hann mun gera okkur kleift að fylgjast með stjörnum sem eru töluvert daufari á sama sjónsviði auk þess að leita að svartholum í vetrarbrautaþyrpingum sem eru miklu lengra í burtu,“ segir Sara Saracino frá Stjarneðlisrannsóknastofnun John Moores-háskóla í Liverpool á Englandi sem fór fyrir hópnum sem fann svartholið.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06 Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Telja sig hafa fundið fyrstu reikistjörnuna utan Vetrarbrautarinnar Stjarnvísindamenn telja sig hafa fundið merki um reikistjörnu á braut um stjörnu utan Vetrarbrautarinnar okkar í fyrsta skipti. Allar þær þúsundir fjarreikistjarna sem menn hafa fundið til þessa eru í Vetrarbrautinni. 28. október 2021 09:06
Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. 15. október 2021 14:40