Alþingi kallað saman í fyrsta lagi undir lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2021 19:31 Niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar varðandi gildi kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi liggja ekki fyrir fyrr en í fyrsta lagi um eða upp úr miðri næstu viku. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort nefndin komist að sameiginlegri niðurstöðu varðandi gildi útgefinna kjörbréfa Landskjörstjórnar til þingmanna. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Birgir Ámannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir að á fundi nefndarinnar í dag hafi verið ákveðið var að hluti nefndarinnar fari aftur í vettvangsferð á talningarstaðinn í Norðvesturkjördæmi á hótel Borgarnesi á morgun. „Til að fara í gegnum atriði sem varða afstemmingu bunka og þess háttar. Við erum auðvitað við það að ljúka gagnaöflun í málinu,“ segir Birgir. Aðeins eigi eftir að binda nokkra lausa enda varðandi gagnaöflunina. Nefndin hafi skoðað fjölmörg álitamál og vinna hennar sé langt komin. Birgir Ármannsson segir áherslu hafa verið lagða á að nefndarfólk væri samstíga í gagnaöfluninni. Það komi væntanlega í ljós í næstu viku hvort samstaða verði um niðurstöðuna.Stöð 2/Arnar „En við eigum hins vegar eftir að ræða þessa erfiðustu þætti sem lúta að mati. Bæði mati á þeim upplýsingum sem við höfum þegar fyrir hendi varðandi atburðarás en líka mat á lagaatriðum,“ segir Birgir. Í grunninn væri verkefnið að meta hvort kjörbréf þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út skuli teljast gild eða ógild. Reynt hafi verið að haga nefndarstörfum þannig að allir væru nokkurn veginn samstíga og þannig hafi það verið varðandi málsmeðferðina. „Nú á hins vegar eftir að reyna á hvort það helst í gegnum allt ferlið. Hvort fólk metur hlutina með sama hætti eða mismunandi. Fyrirfram er auðvitað ekkert hægt að segja um það en við munum hins vegar leitast við að ná sameiginlegri niðurstöðu,“ segir formaðurinn. Nefndin muni ekki ljúka störfum fyrr en í næstu viku. Um leið og niðurstaða hennar liggur fyrir verður þing kallað saman og formleg kjörbréfanefnd kosinn. Reiknað er með að hlé verði gert á fyrsta þingfundi kjörtímabilsins á meðan nefndin mótar tillögur sínar sem fara síðan til atkvæðagreiðslu á Alþingi. „Þannig að sú atkvæðagreiðsla sem ræður úrslitum í málinu fer fram í þingsal,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58 Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55
Ætla aftur í Borgarnes að skoða atkvæðin betur Undirbúningskjörbréfanefnd ætlar aftur í vettvangsferð í Borgarnes, helst strax í þessari viku, til að fara aftur yfir frágang kjörgagna. Formaður nefndarinnar vill ekki gera grein fyrir því hvaða atriði þurfi að skoða nánar. 9. nóvember 2021 18:58
Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. 5. nóvember 2021 20:01