Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Alexander Isak fagnar marki fyrir Real Sociedad í Evrópudeildinni. Getty/David S. Bustamante Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn. Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sjá meira
Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti