Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 08:10 Mörgum þótti farið mjúkum höndum um hertogahjónin í Finding Freedom. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar. Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira