Markle biður dómstól afsökunar vegna rangfærslna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 08:10 Mörgum þótti farið mjúkum höndum um hertogahjónin í Finding Freedom. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogynjan af Sussex, hefur beðið áfrýjunardómstól á Bretlandseyjum afsökunar á því að hafa ekki munað eftir því að hafa beðið aðstoðarmann um að koma upplýsingum á framfæri til höfunda bókar um hana og eiginmann hennar. Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira
Afsökunarbeiðni Markle kemur í kjölfarið á því að fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi hertogaynjunnar, Jason Knauf, greindi frá því fyrir dómi að þau hefðu átt í töluverðum samskiptum um fyrirhugaða bók, Finding Freedom, en Markle og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, hafa hingað til neitað að hafa átt aðkomu að bókinni. Knauf sagði bókina hins vegar oftsinnis verið rædda, bæði í persónulegum samtölum og tölvupóstum. Þá hefði hann átt fund með höfundum bókarinnar, Omid Scobie og Carolyn Durand, og fengið upplýsingar frá Markle til að deila með þeim. Þá greindi Knauf frá tölvupóstsamskiptum við Harry, þar sem prinsinn sagðist sammála því að hjónin þyrftu að geta sagt að þau hefðu ekki átt neina aðkomu að samningu bókarinnar. Hins vegar væri gott ef Knauf gæti veitt höfundunum ákveðnar bakgrunnsupplýsingar og sett hlutina í rétt samhengi. Markle sagði að hún hefði ekki munað eftir því að hafa lagt blessun sína yfir að Knauf deildi ákveðnum upplýsingum með höfundunum og þá vissi hún ekki nákvæmlega hvaða upplýsingar hann hefði veitt þeim. Sagðist hún ekki hafa ætlað sér að villa um fyrir dóminum. Málið sem nú er fyrir dómi varðar bréf fá hertogaynjunni til föður síns, sem var birt að hluta í miðlinum Mail on Sunday. Vann hún sigur í undirrétti en útgáfufyrirtækið Associated Newspaper Limited áfrýjaði dómnum og hefur meðal annars haldið því fram að Markle hafi samið bréfið með það í huga að því yrði líklega lekið og birt opinberlega. Guardian greindi frá.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Sjá meira