Tísku slökkvitæki? Anna Málfríður Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun