Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2021 09:04 Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu mælist nú um 38,7 dagar sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Vísir/Vilhelm Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Frá þessu segir í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun. Alls voru gefnir út 1.054 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á landinu öllu í september samanborið við 952 í ágúst. Fáar íbúðir á sölu Í skýrslunni segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi kaupsamningarnir verið 635 talsins samanborið við 974 í september í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt upp á nærri 35 prósent frá því í fyrra eru umsvif meiri en á sama tíma á meðalári. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafi fjöldinn verið á pari við metmánuðinn í fyrra og annars staðar á landinu er fjöldinn rétt undir metmánuðinum. „Í byrjun nóvember voru aðeins um 1.320 íbúðir auglýstar til sölu á landinu öllu en til samanburðar voru þær yfir 1.400 í byrjun septembermánaðar og nærri 4.000 þegar mest var í lok maí 2020. Þar af eru um 640 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en þær voru um 680 í byrjun september og 2.200 í maí 2020. Á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli haldið áfram að fækka hratt en fjöldi sérbýla hefur verið að sveiflast á milli 150 og 230. Á landsbyggðinni hefur íbúðum til sölu í fjölbýli fækkað hratt undanfarna mánuði. Ef horft er á ársbreytingu á framboði íbúða þá hefur íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 61,4% en á landsbyggðinni hefur þeim fækkað um 65,6%. Framboð af sérbýlum hefur dregist saman um 22,5% á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.“ Fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í skýrslunni segir ennfremur að hlutfall íbúða sem seljist yfir ásettu verði hækki á ný eftir lækkun síðustu mánuði. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust 40,7% íbúða yfir ásettu verði, en svo hátt hefur hlutfallið ekki mælst áður. Miðað við 3 mánaða meðaltal seldust sérbýli í 38% tilfella yfir ásettu verði en íbúðir í fjölbýli í um 36% tilfella. Á landsbyggðinni í heild, fyrir utan höfuðborgarsvæðið, seldust sérbýli í um 22% tilfella yfir ásettu verði, en íbúðir í fjölbýli í um 17% tilfella. Á sama tíma styttist meðalsölutíminn og mælist um 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu sem er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Telja má að hann verði vart skemmri og hann mælist á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir vegna þess tíma sem tekur að fjármagna íbúðakaup.“ Skörp hækkun íbúðaverðs Hagdeildin segir þessa umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. „Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% á milli mánaða samkvæmt vísitölu HMS fyrir söluverð. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nam 15,5% í september og hækkaði úr 14,8% í ágúst. Mest mældist tólf mánaða hækkunin á Suðurnesjum eða 21,7% og þar á eftir á Vestfjörðum 18,0%. Fasteignaverð hefur hins vegar hækkað langminnst á Norðausturlandi eða um 2% á síðustu 12 mánuðum. Sé miðað við vísitölu HMS fyrir pöruð viðskipti hækkar fasteignaverð enn meira.“ Nánar má lesa um stöðuna á húsnæðismarkaði í skýrslu hagdeildar HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent