Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 11:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Þetta segir Svandís í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna mjög alvarlega, en metfjöldi smitaðra greindist í dag, þriðja daginn í röð. „Þetta er náttúrulega bara mjög alvarleg staða eins og þetta lítur út og því miður virðist faraldurinn vera á miklu flugi og ég held að þetta sé alveg skýrt fyrir okkur sem þetta þekkjum að þetta kallar á hertar aðgerðir. Um leið má segja að það sé ljós við endann á göngunum þegar við getum farið í mjög bratta aðgerð, sem er þessi þriðja bólusetning,“ segir Svandís. Hún segist búast við því að fá tillögur að hertum aðgerðum sendar frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í kvöld eða fyrramálið. Klippa: Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna mjög alvarlega „Já, mér finnst það bara mjög líklegt og ég raunar hef heyrt í Þórólfi, bæði í gærkvöldi og svo í morgun. Þannig að mér finnst meiri líkur en minni að fá slíkt til mín síðar í dag.“ Gerir hún ráð fyrir því að tillögur hennar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi á morgun og hertar aðgerðir boðaðar eins fljótt og hægt er. „Já, við höfum reynt að hafa það þannig þegar við erum að herða og þegar staðan er alvarleg að láta aðgerðir taka gildi sem fyrst en auðvitað með hliðsjón af því hvað þarf að vera í lagi til þess að aðgerðirnar geti tekið gildi. Þannig að við þurfum líka að gera það með hliðsjón af því og í samræði við þau sem eru í atvinnurekstri og öðru slíku sem verða fyrir áhrifum,“ segir Svandís. Allt líti út fyrir að við búum við takmarkanir næstu mánuði Því miður líti allt út fyrir að við þurfum að búa við samkomutakmarkanir næstu mánuði. „Því miður lítur út fyrir að við verðum að glíma við Covid í vetur með einhverju móti en um leið segir Þórólfur mér og okkur öllum að auknar bólusetningar séu að öllum líkindum leiðin út. Ég vil vera vongóð með það að það komi til með að hjálpa okkur en við þurfum að ná utan um stöðuna eins og hún er núna vegna þess að það virðist vera orðið nokkuð stjórnlaust akkúrat núna.“ Ekki sé um að ræða tiltekin og afmörkuð hópsmit heldur virðist veiran í mikilli dreifingu í samfélaginu öllu. „Ég biðla til fólks alveg óháð öllum aðgerðum að við förum öll varlega.“ Aldrei hafa fleiri verið veikir vegna Covid á einum tíma. Svandís segir því fylgja mikið álag á heilbrigðiskerfið. „Það er ekki endalaust þol sem þar er. Við þurfum líka að taka tillit til þess og um leið og mörg eru orðin veik vitum við að það eru auknar líkur á að fleiri leggist inn með alvarleg veikindi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira