Andreas Norlén þingforseti fundaði með leiðtogum flokka á þingi fyrr í dag og tilkynndi að fundum loknum að Andersson fengi umboðið. Hann sagði mikilvægt að stofna nýja ríkisstjórn eins fljótt og auðið er og gaf Andersson frest til þriðjudags til að leggja grunn að nýrri ríkisstjórn, samkvæmt frétt SVT.
Norlén sagði einnig í dag að þetta yrði þriðja ríkisstjórnin sem yrði mynduð á kjörtímabili hans. Það væru um níutíu ár síðan Svíþjóð hefði síðast gengið í gegnum eins margar ríkisstjórnir og undanfarin þrjú ár.
Takist Anderssen að mynda ríkisstjórn yrði hún 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu.
Miðflokkurinn og Vinstriflokkurinn, stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Jafnaðarmannaflokksins og Græningja, hafa átt í viðræðum við stjórnarflokkanna síðustu daga um skilyrði þess að stuðningsflokkarnir greiði ekki atkvæði gegn Andersson sem næsti forsætisráðherra í komandi atkvæðagreiðslu á þinginu.
SVT hefur eftir Nooshi Dadgostar, leiðtoga Vinstriflokksins, að hún búist við því að taka þátt í viðræðunum. Hún segir einnig að þær gætu orðið erfiðar og vísar sérstaklega til lífeyris. Hann þurfi að hækka.