Innlent

Leggur til hertar aðgerðir í nýju minnisblaði

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Egill

Sóttvarnalæknir leggur til hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í nýju minnisblaði sem hann sendi Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fyrir stundu.

Þetta staðfesti Svandís í samtali við fréttastofu. Hún vill ekki tjá sig frekar um minnisblaðið og innihald þess. Það verður rætt á ríkisstjórarfundi í fyrramáli.

Tvö hundruð greindust með kórónuveiruna í gær sem er metfjöldi þriðja daginn í röð. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun með veiruna en í dag eða um fimmtán hundruð manns. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann horfi til fyrri aðgerða og hvernig þær hafi virkað við gerð þessa minnisblaðs. 

Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf níu í fyrramáli.


Tengdar fréttir

Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×