„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 14:28 Bubba Morthens telur okkur Íslendinga komna út á hálan ís og fordæmir samkomutakmarkanir sem hann segir frelsisskerðingu. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira