Barcelona hafði áður greint frá því að Agüero yrði frá keppni í þrjá mánuði, en nú gæti farið svo að Agüero hafi leikið sinn seinasta leik á ferlinum eftir að í ljós kom að vandamálið er flóknara en fyrst var talið.
Hann gæti þurft að bíða fram í mars á næsta ári áður en hægt verður að taka ákvörðun um framhaldið.
Þessi 33 ára Argentínumaður gekk í raðir Barcelona frá Manchester City í sumar eftir tíu góð ár hjá City. Leikurinn gegn Alaves var fyrsti byrjunarliðsleikur Agüero í treyju Barcelona.
Á sínum tíu árum hjá City lék Agüero 275 deildarleiki og skoraði í þeim 184 mörk, en það gerir hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi, og raunar hafa aðeins þrír leikmenn skorað fleiri mörk en hann í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var sett á laggirnar árið 1992.
🚨🚨 BREAKING: Sergio Agüero may have to RETIRE from football because his heart issues are more complicated than first feared.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 12, 2021
(Source: Catalunya Radio) pic.twitter.com/oJ1u3aBvjw