Undirbúningsnefnd skili af sér tillögum til kjörbréfanefndar á þriðjudag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. nóvember 2021 22:22 Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, segist gera ráð fyrir að nefndin muni skila af sér tillögum til kjörbréfanefndar þegar hún verður kosin á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd átti langan fund í dag en nú eru aðeins fimm dagar þar til Alþingi kemur saman til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um útgáfu kjörbréfa þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Þing mun koma saman á þriðjudag til að kjósa í formlega kjörbréfanefnd, sem mun taka tillögur undirbúningsnefndarinnar til skoðunar. Fréttastofa greindi frá því fyrr í dag að undirbúningsnefndin hefði til skoðunar tvær tillögur til úrlausnar á kosningamáli Norðvesturkjördæmis. „Við höfum auðvitað verið að stilla upp mismunandi tillögum og verið að gera það í sameiningu. Við erum að vinna með nokkra mismunandi hluta í greinagerðinni, málsatvikalýsingu sem er ennþá í vinnslu og við erum að fullklára hana,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo höfum við verið að ræða þessa matskenndu þætti sem bæði snúa að því hvernig eigi að meta málavextina og svo líka að meta þessi lagalegu atriði. Við höfum auðvitað reynt að vinna þetta að sem mestu leyti í samvinnu. Það sem hins vegar á eftir að koma í ljós og er ennþá til umræðu er það hvort nefndarmenn komast að sameiginlegri niðurstöðu eða hvort þeir geri tvennskonar eða jafnvel fleiri tillögur,“ sagði Birgir. Umfang verkefnis undirbúningsnefndarinnar er eins og við má búast gríðarlegt en búast má þó við því að nefndin nái að skila af sér tillögunum áður en þing kemur saman. „Við auðvitað miðum við það að vera búin að ljúka af okkur þannig að undirbúningsnefndin geti skilað fullbúnu plaggi til kjörbréfanefndar. Kjörbréfanefndin tekur það síðan til yfirferðar og gerir sínar endanlegu tillögur á þeim grundvelli en undirbúningsnefndin mun auðvitað geta skilað sinni vinnu til kjörbréfanefndarinnar þegar hún hefur verið kosin á þriðjudaginn.“ Þegar búið verður að kjósa í kjörbréfanefnd á þingfundi á þriðjudag verður væntanlega gert hlé á fundinum og þing kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku. Þá ætti atkvæðagreiðslan að geta farið fram.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira