Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 10:25 Bandaríkjamenn notuðu F-16 orrustuþotur við árásina. Getty Images Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn. Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hópur fólks var innikróaður á moldarflagi nálægt bænum Baghuz, á síðustu dögum stórsóknar Bandaríkjamanna í stríðinu við Íslamska ríkið. Dróni Bandaríkjahers sá hvar fólkið var saman komið og skyndilega flaug F-15E, orrustuþota hersins, yfir og lét rúmlega tvö hundruð kílóa sprengju falla úr lofti. Sjá einnig: ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Þegar rykið hafði sest sáust örfáir eftirlifandi ráfa burt í leit að skjóli. Skömmu síðar birtist önnur þota sem lét rúmlega níu hundruð kílóa sprengju falla á þá sem eftir lifðu, og lauk Bandaríkjaher verkinu þar með. Fáir stóðu eftir. „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn“ Mikil ringulreið greip um sig í stjórnstöð Bandaríkjahers í Katar þegar í ljós kom hvað hafði gerst. „Hver varpaði þessum sprengjum?“ skrifaði ringlaður sérfræðingur á dulkóðaða spjallrás hersins. Þá svaraði annar: „Við vörpuðum sprengjum á fimmtíu konur og börn,“ en síðar kom í ljós að um sjötíu hafi látið lífið í árásunum. Rannsókn New York Times leiddi í ljós að leynilegur starfshópur Bandaríkjahers hafi fyrirskipað árásina, en hópurinn sá um aðgerðir í Sýrlandi. Samkvæmt grein Times var skipulega unnið að þöggun árásarinnar og fór starfshópurinn, sem varpaði sprengjunum, með rannsókn málsins. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að mannfallið hafi verið réttmætt, enda hafi aðeins fáir látist í árásinni að þeirra sögn. Sprengjunum hafi verið beint að vígamönnum Íslamska ríkisins, og hópurinn bar fyrir sig að óbreyttir borgarar bæru stundum vopn.
Bandaríkin Hernaður Sýrland Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira