Áhyggjuefni að fleiri gagnkynhneigðir greinist með sárasótt Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2021 16:23 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Það sem af er ári hafa 41 greinst með sárasótt hér á landi, þar af níu gagnkynhneigðir einstaklingar. Samkvæmt Farsóttarfréttum er það áhyggjuefni. Í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, er ítarleg umfjöllun um sárasótt á Íslandi árið 2021. Töluverð aukning hefur verið á tilfellum sárasóttar á árinu sem og undanfarin ár. Á árunum 1970 til 2009 greindust að jafnaði innan við tíu einstaklingar árlega með sárasótt á Íslandi. Eftir 2009 fjölgaði sárasóttartilfellum aftur hérlendis og hafa að meðaltali 24 einstaklingar greinst árlega síðustu tíu árin. Í fyrra greindust 31 með sárasótt en 41 í ár. Langflestir sem greinast með sárasótt eru karlmenn. Í ár eru karlmenn 93 prósent þeirra sem hafa greinst. Þá segir að í fyrra hafi karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum verið 77 prósent hinna smituðu. Nú séu hins vegar merki um að sjúkdómurinn sé í meiri dreifingu meðal gagnkynhneigðra. Það sem af er þessu ári hafi níu eintaklingar sem segjast vera gagnkynhneigðir greinst smitaðir. Það sé áhyggjuefni þar sem sárasóttarsýking móður á meðgöngu geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að leita strax til læknis ef grunur er uppi um sárasóttarsmit. „Sárasótt er enn heilbrigðisvandamál sem taka þarf alvarlega,“ segir í lok greinar. Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Í nýútkomnum Farsóttafréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis, er ítarleg umfjöllun um sárasótt á Íslandi árið 2021. Töluverð aukning hefur verið á tilfellum sárasóttar á árinu sem og undanfarin ár. Á árunum 1970 til 2009 greindust að jafnaði innan við tíu einstaklingar árlega með sárasótt á Íslandi. Eftir 2009 fjölgaði sárasóttartilfellum aftur hérlendis og hafa að meðaltali 24 einstaklingar greinst árlega síðustu tíu árin. Í fyrra greindust 31 með sárasótt en 41 í ár. Langflestir sem greinast með sárasótt eru karlmenn. Í ár eru karlmenn 93 prósent þeirra sem hafa greinst. Þá segir að í fyrra hafi karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum verið 77 prósent hinna smituðu. Nú séu hins vegar merki um að sjúkdómurinn sé í meiri dreifingu meðal gagnkynhneigðra. Það sem af er þessu ári hafi níu eintaklingar sem segjast vera gagnkynhneigðir greinst smitaðir. Það sé áhyggjuefni þar sem sárasóttarsýking móður á meðgöngu geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til þess að leita strax til læknis ef grunur er uppi um sárasóttarsmit. „Sárasótt er enn heilbrigðisvandamál sem taka þarf alvarlega,“ segir í lok greinar.
Heilbrigðismál Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira