Guðni meiddist eftir átta mínútur í leik með stjörnuliði Bolton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 12:00 Stjörnulið Bolton Wanderers sem spilaði gegn núverandi liði Bolton í góðgerðarleik í gær. Guðni er þriðji frá vinstri í aftari röð. bolton Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lék með stjörnuliði Bolton Wanderers í góðgerðarleik í gær. Gamanið var hins vegar stutt hjá Guðna í leiknum. Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir. Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir.
Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira