Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND.
Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo.
Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans.
The All Stars have made a change.
— Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021
ON: Alan Stubbs.
OFF: Gudni Bergsson.
0-0 [8'] #BWFC
Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur.
Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021
Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins.
Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton.
Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021
Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir.