337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2021 09:06 Frá tónleikum á Secret Solstice. Vísir/Friðrik Þór Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Fram kemur á vef Credit Info að vatnsfyrirtæki í eigu Jóns Ólafssonar hafi átt rúmlega 70 prósent hlut í fyrirtækinu. Aðrir þjóðþekktir menn á borð við Jakob Frímann Magnússon og Guðfinn Sölva Karlsson, Finna á Prikinu, áttu lítinn hlut í fyrirtækinu. Það voru börn Jón, Friðrik Ólafsson og Katrín Ólafsson, sem ráku fyrirtækið sem auk tónleikahátíðarinnar í Laugardalnum hélt Guns N'Roses tónleika á Laugardalsvelli sumarið 2018. K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi svo Live events ehf., L events ehf., Lifandi viðburði ehf. og Guðmund Hreiðarsson Viborg í mars síðastliðnum til að greiða umboðsfyrirtæki Slayer eftirstandandi þóknun upp á um sautján milljónir króna. Dómurinn var staðfestur í Landsrétti á föstudag. Secret Solstice Gjaldþrot Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fram kemur á vef Credit Info að vatnsfyrirtæki í eigu Jóns Ólafssonar hafi átt rúmlega 70 prósent hlut í fyrirtækinu. Aðrir þjóðþekktir menn á borð við Jakob Frímann Magnússon og Guðfinn Sölva Karlsson, Finna á Prikinu, áttu lítinn hlut í fyrirtækinu. Það voru börn Jón, Friðrik Ólafsson og Katrín Ólafsson, sem ráku fyrirtækið sem auk tónleikahátíðarinnar í Laugardalnum hélt Guns N'Roses tónleika á Laugardalsvelli sumarið 2018. K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar Slayer, höfðaði mál á hendur fyrirtækinu Solstice Productions ehf. og Friðriki Ólafssyni, forsvarsmanni félagsins. Solstice Productions samdi upphaflega við Slayer um að koma fram á hátíðinni sumarið 2018. Sveitin hélt tónleikana 23. júní það ár en í ágúst hafði greiðsla upp á 133 þúsund dali ekki borist umboðsfyrirtækinu. Friðrik var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl í fyrra til að greiða umboðsfyrirtækinu um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018 en ekkert fékkst upp í kröfuna. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi svo Live events ehf., L events ehf., Lifandi viðburði ehf. og Guðmund Hreiðarsson Viborg í mars síðastliðnum til að greiða umboðsfyrirtæki Slayer eftirstandandi þóknun upp á um sautján milljónir króna. Dómurinn var staðfestur í Landsrétti á föstudag.
Secret Solstice Gjaldþrot Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47
Engar eignir í þrotabúi rekstrarfélags Secret Solstice Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra. 7. október 2021 13:55