FIBA skipuleggur undankeppnina þannig að íslenska liðið spilar ekki næsta leik sinn í riðlinum fyrr en 24. nóvember 2022.
Það munu því líða eitt heilt ár og tíu dagar að auki á milli leikja liðsins.
Ísland spilaði tvo leiki í þessum glugga en hinir gluggarnir verða í nóvember 2022 og í febrúar 2023.
Ísland tapaði naumlega í Rúmeníu í fimmtudaginn og spilaði síðan fyrsta heimaleik sinn á móti Ungverjalandi á Ásvöllum. Fjórða liðið í riðlinum er síðan lið Spánverja sem á að vera sterkasta lið riðilsins.
Spánn vann fjögurra stiga útisigur á Ungverjum í fyrsta leik og vann síðan 55 stiga sigur á Rúmeníu í gær.
Landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir og landsliðsmiðherjinn Hildur Björg Kjartansdóttir gátu hvorugar spilað með landsliðinu í þessum glugga vegna meiðsla og munaði mikið um þær.
Það er vonandi að KKÍ finni íslenska liðinu verkefni á næstu tólf mánuðum en liðið hefur aðeins spilað mótsleiki undanfarin ár. Það yrði mjög erfitt fyrir liðið að bíða í meira en heilt ár á milli leikja hjá sér.