Innlent

Bein út­sending: Morgun­verðar­fundur Vega­gerðarinnar um hjóla­stíga

Atli Ísleifsson skrifar
Á fundinum verður rætt um þróun hjólastíga undanfarin ár, hver staðan er í dag og hver er framtíðin.
Á fundinum verður rætt um þróun hjólastíga undanfarin ár, hver staðan er í dag og hver er framtíðin. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundinum „Hjólað á eigin vegum“ þar sem fjallað verður um hjólastíga.

Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til 10:15 og verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Á fundinum verður rætt um þróun hjólastíga undanfarin ár, hver staðan er í dag og hver er framtíðin. Fyrirspurnir má senda í gegnum vefsíðuna slido.com með kóðanum #hjolastigar.

Dagskrá:

  • Vegagerðin og hjóla- og göngustígar.  Fyrirkomulag og helstu verkefni utan h ö fu ð borgarsv æð is. Valtýr Þórisson forstöðumaður áætlanadeildar Vegagerðarinnar.
  • Framkvæmdir á stofnhjólaleiðum á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Halldórsdóttir sérfræðingur á Höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar
  • Sjónarmið hjólandi – möguleikar hjólreiða á Íslandi. Árni Davíðsson formaður LMH, Landssamtaka hjólreiðamanna.
  • Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Kristinn Jón Eysteinsson verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×