Reiknar með að þing komi saman í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 18:32 Willum Þór Þórsson er sitjandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar smíðar nú drög að tveimur mögulegum leiðum sem nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til. Þingmenn eru bjartsýnir á að fá niðurstöðu í málið á allra næstu dögum og er sitjandi forseti Alþingis þegar farinn að undirbúa þingfund í næstu viku. „Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
„Já, það er auðvitað háð því að undirbúningskjörbréfanefndin klári. Mér finnst ekki ólíklegt að þau klári á miðvikudag eða fimmtudag. Svo þarf auðvitað tíma til að klára allan texta… Þetta verður lengra álit, eða fleiri álit ef til kemur, en nokkru sinni og það þarf einhvern tíma í það,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. „En miðað við allt að þá ættum við að geta sett þingið í næstu viku." Willum setti sig í samband við alla þingflokksformenn í síðustu viku til að búa þá undir að þing kæmi saman í næstu viku. „Já, við erum að binda vonir við það. Þá þurfum við þingflokksformenn að hittast og ræða okkur í gegn um fyrirkomulagið; við þurfum að taka tillit til sóttvarna og þeirra reglna sem eru í gildi og vera tilbúin þegar þetta getur átt sér stað í næstu viku,“ segir Willum. Birgir teiknar upp tvær leiðir Undirbúningsnefndin hefur nú fundað ótal sinnum á þeim sjö vikum sem liðnar eru frá kosningunum. Hún fór þó ekki að ræða málið efnislega fyrr en á fundi sínum síðasta föstudag og hélt því aðeins áfram í dag þó að mestu hefði fundurinn farið í að fara yfir gögn. Birgir Ármannsson er formaður undirbúningskjörbréfanefndar.Stöð 2/Arnar Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, nú teikna upp drög að tveimur leiðum sem nefndinni eru færar; annars vegar að láta seinni talningu í Norðvesturkjördæmi gilda og samþykkja kjörbréfin óbreytt eða að boða til uppkosninga í kjördæminu. Í drögunum mun hann reyna að draga fram afleiðingar beggja leiða og velta upp kostum þeirra og göllum. Nefndarmenn munu síðan taka afstöðu til þess hvor leiðin þeim þykir vænlegri. Katrín Jakobsdóttir hefur þá sagt að nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynntur fyrr en nefndin hefur lokið sínum störfum. Þó er ljóst að sáttmálinn og útbýting ráðuneyta sé að mestu lokið í viðræðum formannanna þriggja. Því ætti að draga til tíðinda í lok þessarar viku eða þeirrar næstu.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira