Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2021 23:30 Mynd frá Nasa sem sýnir Alþjóðageimstöðina. NASA via AP Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur fordæmt nýlega vopnatilraun Rússa í geimnum sem varð þess valdandi að geimruslahaugur varð til, ef svo má að orði komast. Rússar eru sakaðir um að hafa sprengt gervitungl í tætlur með flugskeyti. Geimruslið er sagt ógna Alþjóðlegu geimstöðinni. CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
CNN greindi fyrst frá og hafði eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Í frétt CNN sagði einnig að stjórnstöð geimmála í Bandaríkjunum hafi staðfest að sjaldgæfur og mögulega hættulegur „ruslskapandi viðburður“ hafi átt sér stað, án þess að farið hafi verið út í smáatriði. Skömmu síðar gaf bandaríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu þar sem vopnatilraunin var fordæmd og sögð ógna Alþjóðageimstöðinni og annarri starfsemi í geimnum. Var tilraunin sögð hættuleg og óábyrg. Ítarlega var fjallað um geimrusl og þá hættu sem því fylgir, á Vísi fyrr á árinu. Talið er að Rússar hafi skotið flugskeyti frá jörðu niðri í átt að gervitungli á braut um jörðu, með þeim afleiðingum að það splundraðist í tætlur, í minnst 1.500 stykki og líklega mun fleiri. Við það skapaðist svokallað geimrusl sem getur verið hættulegt rekist manngerðir hlutir á braut um jörðu á ruslið á ferð. Þannig segir CNN einnig frá því að geimfarar í Alþjóðageimstöðinni hafi í dag þurft að klæða sig í geimbúninga sína í flýti, svo þeir gætu rýmt geimstöðina ef ske kynni að hún yrði fyrir geimrusli. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt.
Bandaríkin Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25 Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00 Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Geimstöðin varð fyrir geimrusli Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. 1. júní 2021 22:53
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47
Telja að kínverska eldflaugin hafi brunnið upp að mestu Geimvísindastofnun Kína fullyrðir að stærsta eldflaug hennar hafi komið inn í lofthjúp jarðar yfir Maldíveyjum í Indlandshafi og brunnið upp að mestu leyti í nótt. Sérfræðingar hafa sakað Kínverja um glannaskap með eldflaugina. 9. maí 2021 08:25
Fylgjast grannt með eldflaug sem á að hrapa til jarðar um helgina en enginn veit hvar Geimvísindamenn fylgjast nú náið með rúmlega tuttugu tonna eldflaug frá Kína sem er á braut um jörðu. Búist er við því að eldflaugin muni hrapa til jarðar um helgina og ekki er vitað hvar. Mögulegt er að hún brenni upp í gufuhvolfinu en líklegra þykir að hlutar hennar muni ná til jarðar. 6. maí 2021 22:00
Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. apríl 2019 09:15