Dregur úr lestri karla og fjölgar í hópi þeirra sem lesa ekkert Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2021 08:08 Samkvæmt könnuninni hafa um 48 prósent landsmanna nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Vísir/Vilhelm Ný lestrarkönnun leiðir í ljós að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði og hafa tveir þriðju hlutar þjóðarinnar gefið einhverjum bók á árinu. Tölurnar sýna að landsmenn hafa mikinn áhuga á bóklestri og lestur er almennt mikill. Hins vegar sé umhugsunarefni að sá hópur, sem les lítið sem ekkert, fari stækkandi. Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“ Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birt er í tilefni af degi íslenkrar tungu. Er þetta fimmta árið í röð sem slík könnun er gerð. Þar kemur fram að 68 prósent svarenda höfðu lesið eða hlustað á bók eða bækur á síðastliðnum 30 dögum. Konur lesi fleiri bækur en karlar, eða að jafnaði 3,1 bók og karlar 1,5 bók á mánuði. Dregið hefur úr lestri karla á milli ára á meðan lestur kvenna hefur staðið í stað. Konur lesi og hlusti meira en karlar á allar tegundir bóka, hvort sem um er að ræða hefðbundnar bækur, rafbækur eða hljóðbækur. „Meðalfjöldi lesinna bóka er því orðinn jafn mikill eða 2,3 bækur á mánuði og fyrir COVID-19 faraldurinn, en þá fór hann upp í 2,5. Marktækur munur var milli aldurshópa. 18-24 ára lásu mun færri bækur en þau sem eldri eru og hefur lestur dregist nokkuð mikið saman hjá þessum hópi samanborið við könnunina í fyrra en þá var ekki marktækur munur milli aldurshópa. 68 prósent þjóðarinnar hafa gefið einhverjum bók eða bækur á síðustu 12 mánuðum,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður fyrir spurninguna „Hversu margar bækur hefur þú lesið eða hlustað á síðastliðna 30 daga?” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Ennfremur segir að hlustun á hljóðbækur sé jafn mikil í ár og á því síðasta en þá hafði hún aukist mikið milli ára. Þá lesi um 58 prósent landsmanna les einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. „Aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar á öðru tungumáli en íslensku, en aðrir aldurshópar, meðan lesendur yfir 65 ára lesa marktækt oftar á íslensku en þau sem yngri eru. „Hversu oft eða sjaldan hefur hlustað á hljóðbækur á síðastliðnum 12 mánuðum? -.” Myndin sýnir hlutfall þeirra sem tóku afstöðu.Islit Yfir helmingur svarenda fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum, um 41% í umfjöllun í fjölmiðlum og um 31% í umfjöllun á samfélagsmiðlum. Um 48% landsmanna hafa nýtt sér þjónustu bókasafna á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 25% höfðu nýtt sér þjónustu þeirra 6 sinnum eða oftar. Konur nýta sér þjónustu bókasafna oftar en karlar og þau sem eru með 2 eða fleiri börn á heimili oftar en aðrir.“
Íslenska á tækniöld Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira