Einvalalið leikara var fengið til að taka þátt og handritið skrifað af Dóru Jóhannsdóttur sem leikstýrði einnig í félagi við Arnór Pálma Arnarson.
Í meðfylgjandi myndbandi má sjá leikarana Eygló Hilmarsdóttur og Bjarna Snæbjörnsson fara á kostum í skóbúð einni í Kringlunni.
„Stam kemur ekki oft fyrir í fjölmiðlum, kvikmyndum eða sjónvarpsþàttum. Þegar það þó gerist er það oftar en ekki nýtt einstaklingum til minnkunnar eða sem aðhlátursefni. Við í Málbjörgu fengum á 30 ára afmælisárinu til liðs við okkur hæfileikaríkt listafólk til að útbúa grínsketsa með það fyrir augum að vekja athygli á þeim fordómum sem við sem stömum verðum oft fyrir. Við megum aldrei gleyma húmornum en hann er oft ágætis vopn til að koma góðum màlstað á framfæri. Það er jú nauðsynlegt að hlæja,“ segir um verkefnið.