Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 12:32 Lýst var eftir Cleo Smith en hún fannst heil á húfi átján dögum eftir að hún hvarf úr tjaldi fjölskyldu sinnar á tjaldsvæði í október. Vísir/EPA Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Terrence Kelly, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna ránsins á Cleo Smith en stúlkan fannst innilæst á heimili hans í bænum Carnarvon í Vestur-Ástralíu 3. nóvember. Hennar hafði þá verið saknað í átján daga. Rétt eftir að maðurinn var handtekinn birti sjónvarpsstöðin Seven mynd af öðrum manni, Terrence Flowers, og sagði hann ranglega þann sem lögregla hefði tekið fastan. Bæði Kelly og Flowers eru ástralskir frumbyggjar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur Flowers stefnt sjónvarpsstöðinni og sakar hana um ærumeiðingar með því að bendla hann við mannránið. Stöðin tók fjórar myndir af Facebook-síðu Flowers þar sem hann notar Kelly, upphaflegt ættarnafn móður sinnar, án leyfis hans. Myndirnar birti stöðin svo ítrekað í útsendingu með borða sem á stóð: „Á mynd: maðurinn sem er sakaður um að ræna Cleo Smith“. Það var í fyrsta skipti sem fjölmiðlar birtu mynd af þeim sem átti að vera grunaður í málinu sem vakti gríðarlega athygli í Ástralíu og víða um heim. Forsvarsmenn Seven báðu Flowers afsökunar og leiðréttu mistökin á vefsíðu sinni og í útsendingum daginn eftir. Lögmaður Flowers segir að stöðin hafi valdið honum og fjölskyldu hans verulegum þjáningum. Hann hafi meðal annars endað á sjúkrahúsi með alvarlegt kvíðakast.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. 9. nóvember 2021 08:38
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. 5. nóvember 2021 11:02
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. 2. nóvember 2021 22:03