Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 11:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56