Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 17:38 Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseti, gerir ráð fyrir að þing geti komið saman á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17