Nýtt hestakyn á Íslandi? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2021 20:10 Kristinn Guðnason segist aldrei hafa kynnst hestum áður, sem hafa ræktað sig sjálfir í tugi ára. Það kemur honum skemmtilega á óvart hvað hestarnir líta vel út og eru gæfir eftir allan þennan tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestamenn klóra sér nú í höfðinu vegna hesta, sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Landbrot í Skaftárhreppi í sextíu ár. Hestarnir hafa aldrei komið inn í hesthús, hófarnir hafa aldrei verið klipptir, tennur ekki raspaðar og þeir hafa ekki fengið ormalyf. Hestarnir eru þó ótrúlega vel á sig komnir en allir mjög litlir og er jafnvel talað um nýtt hestakyn í því sambandi. Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Hrossin, sem eru átta eru nú komin frá bænum í Landbroti á bæinn Árbæjarhjáleigu í Holtum til Kristins Guðnasonar og fjölskyldu hans þar sem þau hafa verið í rannsóknum hjá sérfræðingum frá Tilraunastöðinni á Keldum með ýmsum sýnatökum. Kristinn hefur ekki kynnst hestum, sem þessum áður en þeir eru allir mikli minni en gengur og gerist hjá íslenska hestinum enda segir hann hestana hafa ræktað sig sjálfa. „Já, þau eru smá, skyldleikinn gerir það að verkum að þau eru orðin mjög smá og það fæðist lítið af afkvæmum þó að það sé stóðhestur í, það fæddist eitt folald í fyrra, ekkert núna,“ segir Kristinn. Kristinn segir að sérfræðingar séu nú að kanna með sínum rannsóknum hvort hrossin séu ekki að þeim virka reiðhestastofni, sem er á Íslandi í dag og hvort það séu þá önnur erfðamengi í þessum hestum. En hvað verður um hrossin? „Við ætlum bara að láta þeim líða vel. Það virðist sem skaplyndið sé þannig að þau sætta sig mjög vel við nýtt umhverfi. Þau eru svo gæf og óhrædd við allt, kannski hafa þau fram yfir mörg af okkar ræktuðu hrossum, það er þessi yfirvegun, það er þessi Skaftfellska ró eins og í fólkinu, það tók við eldgosi og öðru og þessi hross gerðu það líka,“ bætir Kristinn við. En hvað með hófana á þeim, sem hafa ekki verið klipptir í tugi ára? „Þeir hafa náttúrulega aldrei verið klipptir en það sá hraunið bara um. Þú getur séð hófana á þessum hrossum, þeir eru eins og þeir séu hirtir af bestu járningamönnum.“ Eftirlitsmaður frá Matvælastofnun hefur skoðað hestana og hefur gefið þeim sína bestu einkunn. „Auðvitað eru þau miklu minni en líkamlegt atgervi þeirra og ástand er gott. Þau er bara eins og annað dýrakyn eða hestakyn, þetta er mikill munur á þessu, já hestarnir eru miklu minna heldur en meðal hesturinn er já,“ sagði Óðinn Örn Jóhannsson, eftirlitsmaður þegar hann skoðaði hestana með Kristni í gær. Kristinn og Óðinn Örn að skoða hestana átta í Árbæjarhjáleigu. Óðinn segir þá helst líkjast nýju hestakyni þar sem þeir eru svo litlir og nettir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Hestar Landbúnaður Dýr Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira