Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur að tveimur tillögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 11:11 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með löngum fundi. Vísir/Vilhelm Undirbúningskjörbréfanefnd vinnur í sameiningu að gerð tveggja tillagna til Alþingis um hvernig skuli afgreiða kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Önnur færir rök fyrir því að útgefin kjörbréf verði samþykkt og hin ekki, sem hefði í för með sér að boðað yrði til uppkosningar í kjördæminu. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og er reiknað með að sá fundur verði langur. Nefndin er langt komin í vinnu sinni og samkvæmt heimildum fréttastofunnar vinnur nefndarfólk í sameiningu að því að semja skýrslu með málsatvikalýsingu sem og rökstuðning fyrir tveimur tillögum um hvernig Alþingi ætti að afgreiða þau kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út til þingmanna eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndarmenn sjálfir hafa ekki gefið upp hver afstaða þeirra sjálfra er. Inga Sæland hefur þó sagt að hún hallaðist að því að niðurstöður endurtalningarinnar ættu að ráða. Í stað þess að skiptast í fylkingar eftir afstöðu til kjörbréfanna ákvað nefndarfólk að standa saman að rökstuðningi fyrir tveimur tillögum. Í annarri tillögunni er lagt til að Alþingi samþykki þau kjörbréf sem Landskjörstórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvestrkjördæmi sem breytti útdeilingu fimm af níu jöfnunarþingsætum. Í hinni tillögunni eru færð rök fyrir því að samþykkja ekki kjörbréf samkvæmt endurtalningunni sem myndi leiða til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi. Það hefði engin áhrif á kjörbréf þingmanna annarra kjördæma nema jöfnunarþingmanna og svo kjörbréf kjördæmakjörinna þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Frá setningu Alþingis í fyrra haust. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis fylgir Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands úr þingsal að lokinni athöfn. Forsetinn mun setja þingið næst komandi þriðjudag.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ólíkar skoðanir á þessum leiðum í flestum þingflokkum en að lokum ræðst málið í atkvæðagreiðslu í þingsal. Þing á að koma saman á þriðjudag þar sem kosið verður í hina formlegu kjörbréfanefnd og síðan gert hlé á þingfundi til fimmtudags þegar hún skilar af sér og atkvæðagreiðslan fer fram. Reikna má með að fyrst verði greidd atkvæði um þá tillögu sem gengur lengra, það er að segja að kjörbréf sem leidd eru af endurtalningunni verði ekki samþykkt. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir færri gesti verða við þingsetningu á þriðjudag en venjulega vegna sóttvarnaráðstafana.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir að þingsetningin sjálf muni taka mið af stöðu kórónuveirufaraldursins. Þannig að það verður kannski færra um gesti við þingsetningu nú eins og við síðustu þingsetningu? „Já, það verður færra um gesti og við þurfum að huga mjög vel að sóttvörnum. Við þurfum að búa alla vega fyrst um sinn við stækkaðan þingsal og gæta að fjarlægðarreglum og öllu því um líku,“ segir Willum Þór.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. 17. nóvember 2021 17:38
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20