Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman.
Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021
Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess.
Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic.
Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United.
Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum.
Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021
Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik.
Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra.
Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique.