Reikna með að stórbæta aðsóknarmetið næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Íslensku stelpurnar verða meðal keppenda á EM 2022. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, reiknar með að aðsóknarmet á Evrópumót kvenna falli næsta sumar. Mikil eftirsókn er í miða á mótið og nú þegar búið að selja tugi þúsunda miða. Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira