Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2021 23:00 Kevin Gough, verjandi William Bryan. AP/Octavio Jones Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. „Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
„Svona lítur aftaka án dóms og laga (e. lynching) út á 21. öldinni,“ sagði Gough við dómara málsins í dag. Hann sagði „skríl réttlætisriddara“ (e. woke mob) koma í veg fyrir að William Bryan, skjólstæðingur hans, og feðgarnir Travis og Greg McMichael fengju sanngjörn réttarhöld. Þetta sagði Gough, sem er lögmaður þegar hann fór fram á að málið gegn þremenningunum yrði fellt niður. Samkvæmt AP fréttaveitunni hafnaði dómarinn þeirri kröfu án mikillar umræðu. „Ég man ekki til nokkurs atviks í dómsalnum sjálfum,“ sagði Timothy Walmsley, dómari. Gough vakti mikla athygli fyrr í vikunni þegar hann krafðist þess að þeldökkum prestum yrði ekki hleypt inn í dómsalinn. Það var eftir að Al Sharpton, presturinn frægi, sat með fjölskyldu Arbery í dómsal í vikunni. Al Sharpton ávarpar þá sem sóttu bænastundina og samstöðufundinn við dómshúsið í gær. Sitt hvoru megin við hann standa Wanda Cooper-Jones pg Marcus Arbery, foreldrar Ahmaud Arbery.AP/Stephen B. Morton Lögmaðurinn sagði veru hans í salnum ætlað að ógna kviðdómendum í málinu, sem flestir eru hvítir. Vegna þeirra ummæla héldu Sharpton, Jesse Jackson og Martin Luther King III og fjölmargir aðrir prestar, sem flestir voru þeldökkir, bænastund við dómshúsið í gær. Sjá einnig: Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Bryan og feðgarnir Greg og Travis McMichael eru sakaðir um morð fyrir að hefa elt upp ungan svartan mann og skjóta hann til bana eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Mennirnir þrír veittu Arbery eftirför eftir að þeir sáu hann skokka í gegnum hverfi þeirra í febrúar í fyrra. Þeir munu hafa elt hann um nokkuð skeið og reynt að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir honum. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu, og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sem skaut Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í gær að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. Lesa má nánar um vitnisburð McMichaels og aðdraganda dauða Arbery hér að neðan. Mennirnir voru handteknir tíu vikum síðar þegar myndband af dauða Arbery, sem Bryan tók, var birt á netinu. Það var í maí í fyrra, nokkrum dögum áður en George Floyd var drepinn af lögregluþjónum í Minneapolis.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17 Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ákæra saksóknara fyrir að hylma yfir með morðingjum Fyrrverandi saksóknari í Georgíu í Bandaríkjunum hefur nú verið ákærður fyrir meðferð sína á drápi á óvopnuðum svörtum skokkara í fyrra. Konan er sökuð um að hafa haldið hlífiskildi yfir karlmönnunum sem eru ákærðir fyrir morðið á skokkaranum. 3. september 2021 09:17
Vilja nota gömul brot Arbery í vörn meintra morðingja hans Lögmenn feðganna Travis (35) og Gregory McMichael (65) hafa farið fram á að mega nota sakaskrá Ahmaud Arbery, 25 ára manns sem þeir eru sakaðir um að hafa myrt, í réttarhöldunum gegn þeim. Feðgarnir, auk William Bryan, eru hvítir og sátu fyrir Arbery, sem var svartur, þegar hann var úti að skokka og skutu hann til bana. 12. maí 2021 11:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52